Vinaliðar

Þelamerkurskóli er þátttakendi í Vinaliðaverkefninu. Verkefnið er norskt forvarnarverkefni gegn einelti. Á fáum árum hefur það náð mikill útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi, yfir 200 skólum í Svíþjóð og um 50 skólum á Íslandi.

Vinaliðaverkefnið  gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa góðan skólaanda. Meginmarkmiðið með er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreytt úrval afþreyingar í frímínútum, þannig að allir nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið verkefnisins er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga.

Vinaliðar

Hlutverk Vinaliða er:

  • setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frímínútunum.
  • sýna öðrum nemendum sérstaka athygli sem og þeim sem eru einir í frímínútunum.
  • láta vita af því ef hann heldur að nemendum í skólanum leiðist, séu einmana eða ef hann verður vitni að einelti og útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan nemenda.
  • fá dagsnámskeið í leikjum og ráðleggingar um hvernig hægt er að hvetja aðra í leik.
  • fá stuðning og leiðsögn frá umsjónarmanni Vinaliðaverkefnisins í skólanum.
  • Það eru nemendur á miðstigi skólans sem sjá um að vera Vinaliðar skólans.