Kennari í hannyrðum, myndmennt og tónmennt

Við Þelamerkurskóla eru laus til umsóknar staða list- og verkgreinakennara með áherslu á kennslu í hannyrðum, myndmennt og tónmennt. Óskað er eftir að ráða fjölhæfan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn á öllum aldri. Viðkomandi kennari starfar í nánu samstarfi við aðra kennara skólans. 

Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er  heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu og skapandi starf.

 Helstu verkefni

  • Annast list- og verkgreinakennslu með áherslu á hannyrðir, myndmennt og tónmennt í samvinnu við aðra kennara.

  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við aðra kennara, foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu innan skólans sem utan.

 Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

  • Færni í hannyrðum, myndmennt og tónmennt.

  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi er kostur.

  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

  • Áhugi á að ná fram því besta úr hverjum nemanda.

  • Færni í samvinnu og teymisvinnu.

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við skólann. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. maí 2020. Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra ragnheidurlilja@thelamork.is  Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is/  Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri, ragnheidurlilja@thelamork.is og í síma 460-1770/866-4085.