Fréttir

05.05.2021

Tónlistarval í heimsókn á Minjasafnið á Akureyri

Síðasta miðvikudag fórum við í tónlistarvali á Minjasafnið á Akureyri og sáum sýninguna Tónlistarbærinn Akureyri. Þar tók hann Haraldur Þór Egilsson á móti okkur og sýndi okkur safnið. Hann sýndi okkur t.d. fyrstu hljóðfærin sem voru keypt til Akureyrar, blásturshljóðfæri og orgel. Hann talaði líka um vinsælt tónlistarfólk eins og t.d. Jóhönnu óperusöngkonu, Helena Eyjólfs, 200.000 naglbíta og ungu strákana í hljómsveitinni Bravó sem hituðu upp fyrir Kinks á tónleikum í Reykjavík 1965. Okkur fannst þetta bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Við fengum að læra um allskonar hljóðfæri og tæki til að spila tónlist sem við höfum enga hugmynd um að voru til. Linkur á myndir https://photos.app.goo.gl/Cz9M7VEpahp75PuC6
04.05.2021

Skólahreysti í kvöld!

Lið Þelamerkurskóla í Skólahreysti þetta árið er skipað þeim Hákoni Val Sigurðssyni, Lilju Lind Torfadóttur, Lindu Björg Kristjánsdóttir og Jónatani Smára Guðmundssyni. Varamenn og liðinu til halds og traust eru þau Hlynur Atli Haraldsson og Margrét Ásta Hreinsdóttir. Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, 4.maí, kl 20:00-21:00. Hún verður sýnd í beinni útsetningu á RÚV og því hvetjum við alla til að setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld og senda góða baráttustrauma til krakkanna. Þau eru búin að æfa vel og eru klár í þetta skemmtilega og krefjandi verkefni og ætla að gefa allt sitt í þetta.
26.04.2021

Skauta- og safnadagur

Miðvikudaginn 28. apríl verður farið nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri og safnaferð á söfn í nágrenninu svo sem flugsafnið og iðnaðarsafnið. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og morgunmatur hefst kl. 8.30. Eftir morgunmat eða kl. 9.00 verður lagt af stað frá skólanum. Vegna fjöldatakmarkana er nemendum skipt í tvo hópa. Meðan annar hópurinn er á skautum fer hinn hópurinn í safnaferð. Hópur 1 er 1. - 6. bekkur og hópur 2 er 7. - 10. bekkur. Kl. 9.30 - 10.45 - hópur 1 á skautum og hópur 2 á söfnum Kl. 10.45 - 12.00 - hópur 2 á skautum og hópur 1 á söfnum Heimferð er frá Skautahöllinni kl. 12.05. Eftir hádegismat verður hefðbundin kennsla fram að heimferð. Athugið: Það er kalt inni í Skautahöllinni og því er gott að muna eftir að vera í hlýjum fötum. Ætlast er til að allir nemendur verði með hjálma og eru þeir innifaldir í skautaleigunni.
26.03.2021

GLEÐILEGA PÁSKA