Fréttir

14.03.2023

Skíðaskóli 1.-4. bekkinga

Nemendur 1.-4. bekkjar hafa nú lokið árlegum skíðaskóla með aðstoð skíðakennara í Hlliðarfjalli. Krakkarnir stóðu sig stórkostlega á skíðunum og sýndu hugrekki, þrautseigju og dugnað þrátt fyrir á köflum mis skemmtilegt veður. Þau náðu þremur dögum í skíðaskóla og áttu svo útivistardag með öllum nemendum skólans í dag þar sem allir skíðuðu frjálst og skemmtu sér vel.
09.03.2023

Innritun í Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024

Innritun nýrra nemenda við Þelamerkurskóla er komin á rafrænt form sem finna má á þessum hlekk ://www.horgarsveit.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/innritun-i-thelamerkurskola-2023 Með skráningu þeirra upplýsinga sem hér er beðið um, telst barn formlega innritað í Þelamerkurskóla.
03.03.2023

Heimasíða heimilisfræðinnar

Í heimilisfræði leggjum við okkur fram við að safna saman uppskriftum sem nemendur geta nýtt heima við. Öllum uppskriftum er safnað saman á heimasíðu sem uppfærist reglulega ef nýjar uppskriftir bætast við. Kominn er tengill beint inn á heimasíðuna undir Nemendur - Heimasíða heimilisfræðinnar. Við hvetjum ykkur til að nýta uppskriftirnar, leyfa börnunum að sýna ykkur hvað þau hafa lært og njóta afrakstursins saman.
21.12.2022

Jólakveðja

21.12.2022

Litlu jólin