Fréttir

10.01.2019

Skólastarf og skólaakstur samkvæmt áætlun í dag fimmtudaginn 10. jan.

Veðrið er að ganga niður og skólastarf og skólaakstur verður með hefðbundnum hætti í dag. Sem fyrr eru foreldrar þó hvattir til að meta stöðuna á hverju heimili fyrir sig.
09.01.2019

Til upplýsingar - Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Í ljósi veðurspár sem boðar býsna mikið hvassvirði í nótt viljum við benda foreldrum og forráðamönnum á að rifja upp viðbragðsáætlun skólans vegna óveðurs og ófærðar. Skólahald er alltaf samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós. Hér er slóð á viðbragðsáætlunina https://www.thelamork.is/static/files/vidbragdsa-aetlun-vegna-o-vedurs-og-o-faerdar.pdf
03.01.2019

Skólastarf hafið eftir frí

Nú er skólastarfið hafið á ný eftir gott frí og flestir virðast taka rútínunni fagnandi. Framundan er kraftur og einbeiting í náminu auk þess sem stigin verða skref í undirbúningi fyrir árshátíð skólans sem haldin verður þann 7. febrúar nk. Námið sem fram fer í því ferli er ekki síður mikilvægt en annað nám. Við hefum vorönnina full af bjartsýni og krafti til góðra verka.