Fréttir

20.03.2019

Þelamerkurskóli kemur við sögu í næstu bók Ævars vísindamanns!

Í dag var dregið í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og var Þelamerkurskóli einn þriggja skóla sem las hlutfallslega flestar bækur, en þeir útreikningar fóru fram fyrir hvert stig fyrir sig, yngsta-, mið- og unglingastig. Þelamerkurskóli mun því koma við sögu í síðustu bók Ævars um Bernskubrek Ævars vísindamanns. Frábær frammistaða hjá okkar krökkum!
19.03.2019

Frestun á útivistardegi morgundagsins og skíðaskóla 1.-4. bekkjar

Lokað hefur verið í Hlíðarfjalli sl. tvo daga og hefur skíðaskóli 1.-4. bekkinga því fallið niður. Veðurútlit í fjallinu er ekki gott á morgun þegar við ætluðum öll saman í fjallið og því hefur verið ákveðið að færa seinni tvo daga skíðaskólans sem og útivistardaginn yfir í næstu viku. Á mánudag og þriðjudag, 25. og 26. mars, verður skíðaskóli fyrir 1.-4. bekk og á miðvikudaginn 27. mars verður útivistardagurinn okkar þar sem við förum öll saman í fjallið.
01.03.2019

Öskudagsball í skólanum -myndir

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 5. mars nk.