Fréttir

13.12.2019

Næsta vika

Í næstu viku, síðustu vikunni fyrir jólafrí, verður margt um að vera og með því að smella á fréttinna má sjá yfirlit yfir dagskrá hvers dags fyrir sig.
12.12.2019

Skólahald fellur niður í dag, fimmtudag 12. des.

Því miður fellur skólahald niður í dag, fimmtudag 12. des. Enn er ófært á flestum vegum sveitarinnar og því næðum við aðeins litlum hluta nemenda í skólann. Það mun taka allan daginn að klára að moka vegina auk þess sem farið er að snjóa aftur. Vonandi ná krakkarnir að njóta þess að lesa eitthvað skemmtilegt eða glugga í skólabækurnar og vinna verkefni sem kunna að bíða eftir þeim á Google Classroom. Við erum þó hér í skólanum og tökum fagnandi á móti öllum sem hingað koma.
12.12.2019

Fimmtudagur - Ófærð raskar skólahaldi

Þar sem hægt gengur að moka snjó af vegum er ljóst að skólarútur komast ekki leiðar sinnar. Einnig er enn ófært að skólanum sjálfum. Skólahaldi verður því frestað um sinn og við sendum út nýjar upplýsingar kl 10.