Fréttir

13.02.2019

Hrókurinn í heimsókn

Hrafn Jökulsson skákmeistari kom í heimsókn til okkar í dag. Hrafn sagði okkur frá starfi Hróksins í Grænlandi og sýndi okkur myndir þaðan. Síðan tefldi hann fjöltefli við nemendur skólans. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn.
08.02.2019

Forvarnarfræðsla fyrir nemendur og foreldra þriðjudaginn 12. febrúar nk.

Á þriðjudaginn kemur fáum við til okkar forvarnafræðslu Magga Stef. Nemendur í 8.-10. bekk fá fræðslu á skólatíma en klukkan 20 á þriðjudagskvöld eru allir foreldrar boðaðir sérstaklega á fræðslu hér í skólanum. Viðburðurinn er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og skólans.
30.01.2019

Árshátíð Þelamerkurskóla 2019

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 7. febrúar og hefst skemmtunin stundvíslega kl. 16.30