Fréttir

27.05.2020

Vorferð skólans til Dalvíkur þriðjudaginn 2. júní

Þriðjudaginn 2. júní verður farið með alla nemendur skólans í vorferð til Dalvíkur. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og byrja á því að fara í morgunmat. Kl. 8.30 er lagt af stað frá skólanum og komið til Dalvíkur kl. 9.10. Þegar til Dalvíkur er komið er hópnum skipt upp þ.e. 1. - 6. bekkur saman og 7. - 10. bekkur saman. Kl. 9.10. Eldri hópurinn fer í Byggðasafnið og skoðar safnið en yngri hópurinn fer í mínigolf og klifurvegg. Kl. 10.00 fer yngri hópurinn á Byggðasafnið en eldri hópurinn í mínígolf og klifurvegg. Kl. 11.00 til kl. 11.50 er grillað við sundlaugina á Dalvík. Kl. 11.50 er síðan farið í sund í Dalvíkurlaug og synt og leikið sér þar til kl.13.15. Kl. 13.40 er lagt af stað heim og allir í sinni rútu.
25.05.2020

Mílan alla daga

Hver dagur í Þelamerkurskóla hefst á Mílugöngu nemenda og starfsfólks. Mílan er hugmynd sem á upptök sín í Skotlandi, en markmiðið með Mílunni er að efla andlega og líkamlega heilsu nemenda og starfsfólks. Búið er að stika 400 metra hring við skólann og eru gengnir lágmark fjórir hringir og tekur gangan um 15-20 mínútur. Að göngu lokinni fara allir inn að lesa fram að morgunmat. Í Mílunni anda allir að sér súrefni á meðan þeir spjalla um daginn og veginn ýmist við félaga sína eða starfsfólk skólans, njóta umhverfisins í ró með sjálfum sér eða taka á sprett og líta á þetta sem góða hlaupaæfingu í morgunsárið.
20.05.2020

Gerð matjurtargarðs

Í tímanum Hreyfing og heilsa hjá 7. og 8. bekk unnu nemendur að því að undirbúa matjurtargarð, en kennarar fengu þá hugmynd um daginn að fá nemendur með sér í lið við að búa til matjurtargarð við skólann og vinna með því að markmiðum er lúta meðal annars að sjálfbærni, hreyfingu, sköpun, samvinnu, verkfærni og heimilisfræði. Nemendur í öðrum bekkjum skólans munu svo halda áfram með verkefnið í næstu viku og er stefnt að því að allir nemendur komi á einhvern hátt að vinnu við ræktunina.