Fréttir

09.05.2022

Lausar stöður matráðs og stuðningsfulltrúa

Í Þelamerkurskóla eru lausar stöður matráðs og stuðningsfulltrúa. Í skólanum eru 74 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi. Starfað er með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfánaskóli, auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu, teymisvinnu og skapandi starf.
02.05.2022

Hreinsum umhverfið okkar - áskorun!

Frá nemendum í umhverfisráði Þelamerkurskóla Við nemendur í 1.-8. bekk erum búin að vera að plokka rusl síðustu daga á skólasvæðinu okkar á Þelamörkinni. Við fórum fyrir ofan þjóðveginn og náðum í kertadósir frá því í desember og týndum rusl á leiksvæðinu, meðfram girðingunni fyrir ofan og í kringum sparkvöllinn. Einnig sópuðum við stéttina í kringum leiksvæðið. Við plokkuðum líka í kringum íþróttahúsið. Þar fundum við svakalega mikið af nikotín púðum á jörðinni sem er alls ekki gott, það á að henda þeim í ruslatunnu en ekki á jörðina!! Við viljum skora á alla eyfirska skóla að gera það sama og við gerðum og plokka rusl á sínu skólasvæði! Þann 24. maí ætlum við svo að hafa grænan dag í skólanum þar sem við vinnum verkefni er tengjast umhverfinu. Við skorum á íbúa í Hörgársveit að plokka í sínu nærumhverfi þann dag!
13.04.2022

Laus staða umsjónarkennara á yngsta stigi

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða umsjónarkennara í 1.-2. bekk. Óskað er eftir að ráða fjölhæfan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í kennarateymi 1.-2. bekkjar. Í skólanum eru 72 nemendur og fer þeim ört fjölgandi á næstu árum. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu, teymisvinnu og skapandi starf.