Fréttir

22.11.2021

Plastþema - strandhreinsun hjá 7. og 8. bekk

Fimmtudaginn 18. nóvember fór 7. - 8. bekkur í Þelamerkurskóla með umsjónarkennurunum Höllu og Ólöfu í strandhreinsun. Jón Þór skólabílstjóri keyrði hópinn sem tók að sér að fara á Hjalteyri og tína rusl í fjörunni. Þetta er hluti af skólaverkefni sem 7. og 8. bekkur hefur verið að vinna að í nokkrar vikur og markmiðið er læra um plastnotkun, hvernig plast er ekki gott fyrir jörðina og hvernig við getum minnkað að nota plast. Í ferðinni skoðuðum við líka líf í sjónum og fjörunni og alls konar steina. Það var gaman að sjá hve lítið plast við fundum í fjörunni, það var miklu minna en við bjuggumst við. Við tókum með okkur kakó og kringlur í nesti og flestir klifruðu upp í vitann. Þegar við komum í skólann flokkuðum við ruslið og sumir bjuggu til listaverk.
01.11.2021

Aðalfundur foreldrafélagsins á morgun, þriðjudag 2. nóv. kl 20. Allir að mæta!

Kæru foreldrar Aðalfundur foreldrafélagsins verður að þessu sinni haldinn þriðjudagskvöldið 2.nóvember 2021 kl. 20:00 í Þelamerkurskóla Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Skýrsla og framtíðarsýn stjórnar Þróun og stækkun skólans okkar á næstu árum. Kynning frá skólastjóra og umræður. Það væri virkilega gaman að sjá sem flesta á fundinum og hvetjum alla foreldra skólans til að mæta. Okkur vantar nýja foreldra í stjórn og hvetjum við sem hafa áhuga á að bjóða sig fram og taka þátt í því að hlúa að skólastarfinu að hafa samband við eitthvert okkar í stjórn. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá ykkur. Stjórn foreldrafélags Þelamerkurskóla Inga Björk Svavarsdóttir - ingasva@gmail.com - 6592831 Hjalti Steinþórsson - hjalti.stein@gmail.com - 8680083 Kristbjörg María Bjarnadóttir - kristbjorgm@hotmail.com 8661271 Birna Tryggvadóttir - birnatryggvad@gmail.com - 6996116 Róbert Fanndal Jósavinsson litlidunhagi@internet.is - 8451268
28.10.2021

Frétt frá nemendum um ratleik í Kjarnaskógi

Þann 15. október 2021 fóru nemendur og kennarar Þelamerkurskóla í ratleik í Kjarnaskógi. Þetta er ratleikur þar sem fólk á að finna fullt af sögupersónum úr barnabókum, til dæmis Línu langsokk, Múmínstelpuna, Fíusól, Stóra skrímsli, Greppikló og fleiri. Sögupersónurnar er samtals um það bil 13. Áður en farið er í ratleikinn þarf að skanna QR kóða. Þegar búið er að skanna kóðann þá opnar síminn/spjaldtölvan vefsíðu þar sem finna má upplýsingar um sögupersónur og neðst í textanum eru vísbendingar um hvar næstu sögupersónu er að finna. Sögupersónurnar smíðuðu krakkar í 3.-4. bekk á sumarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins. Við hvetjum alla til að kíkja í Kjarnaskóg og taka þátt í skemmtilegum ratleik.