Fréttir

15.08.2018

Skólabyrjun í Þelamerkuskóla

Eins og áður hefur komið fram verður skólinn settur úti í Mörk, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00. Eftir stutta samveru þar fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur námshópanna. Fimmtudaginn 23. ágúst er göngudagur skólans. Þá halda nemendur og starfsmenn í fjórar mismunandi gönguferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda.
21.07.2018

Góðir gestir með höfðinglega gjöf

Í dag heimsóttu starfsmenn Tölvuteks skólann. Það voru þeir Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs, Egill Örvar Hrólfsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Hafþór Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem komu í skólann. Þeir höfðu með sér 25 Acer tölvur sem Tölvutek gefur skólanum.
22.06.2018

Sumar Þytur er kominn út

Sumar Þytur, fréttabréf Þelamerkurskóla er kominn út. Í honum eru tíundaðar helstu fréttir vorsins. Sumar Þytur var sendur í tölvupósti til allra foreldra.