Fréttir

17.01.2020

Fjör í útiskóla - myndir og myndbönd

Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.
16.01.2020

Kynfræðsla Siggu Daggar 28. janúar nk.

Þriðjudaginn 28. janúar verður boðið upp á kynfræðslu fyrir 5.-7. bekk annars vegar og 8.-10. bekk hinsvegar á vegum Siggu Daggar kynfræðings https://www.siggadogg.is/. Auk þess verður boðað verður til foreldrafundar þar sem Sigga Dögg mun halda fyrirlestur um leiðir til að ræða um kynlíf við unglinga.
09.01.2020

Skólahald skv. áætlun en röskun á skólaakstri tveggja leiða

Skólahald verður skv. áætlun í dag en skólaakstur á leiðinni Engimýri-Myrkárbakki-Langahlíð fellur því miður niður vegna ófærðar þar. Mokað verður inn að Fornhaga en einhver röskun gæti orðið á tímasetningum þeirrar rútu.
20.12.2019

Jólakveðja

20.12.2019

Litlu jólin