Fréttir

27.08.2019

Útivistardagur á morgun, miðvikudaginn

Við minnum alla á að koma klædda eftir veðri til að þeir njóti útivistarinnar sem best. Hjól þurfa að vera í góðu standi og allir passa uppá að búa sig eins og hæfir þeirri ferð sem þeir fara í. Nestisboxin þurfa að vera rúmgóð til að geta hýst allt góða nestið sem er í boði, vatnsbrúsi er nauðsynlegur og síðast en ekki síst getur góða skapið og brosið gert góðan dag enn betri.
12.08.2019

Skólasetning 22. ágúst kl. 14

Þelamerkurskóli verður settur á útiskólasvæðinu okkar í Mörkinni fimmtudaginn 22. ágúst kl. 14. Skólaakstur. Að lokinni setningu fara nemendur inn í skóla með umsjónarkennurum sínum. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
31.05.2019

Skólaslit skólaársins 2018-2019

Þelamerkurskóla var slitið miðvikudaginn 29. maí í Hlíðarbæ. Þá fengu nemendur vitnisburði vetrarins, 12 nemendur 10. bekkjar voru brautskráðir og 2 nemendur 1. bekkjar voru boðnir velkomnir í skólann.