Fréttir

06.11.2019

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Það voru mjög spenntir ungir lestrarhestar sem tóku á móti Ævari í dag þegar hann kom í heimsókn til að lesa upp úr nýjustu bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Ævar náði vart inn á skólalóðina áður en fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi með bók til að fá áritun! Nemendur hlustuðu af athygli og áhuga og spurningaflóðinu rigndi yfir höfundinn. Við þökkum okkar kæra Ævari kærlega fyrir komuna og hlökkum til að lesa nýju bókina.
04.11.2019

Viðburðarík vika að baki í skólanum

Það er ávallt líf og fjör í skólanum okkar og sumar vikur er meira á dagskrá en aðrar. Síðasta vika var ein þeirra. Heimsóknir bæði frá rithöfundum og kennurum annarra skóla, vettvangsferð í Nonnahús og Laufás, Allir lesa, smáréttagerð hjá unglingunum og Jól í skókassa. Smelltu á fréttina til að lesa um viðburðina og skoða myndir.
29.10.2019

Vettvangsferð í skólanum föstudaginn 1. nóvember.

Nemendur skólans hafa undanfarnar vikur verið að horfa á þættina um þá bræður Nonna og Manna. Vikuna 11. - 15. nóvember verður síðan þemavika um Nonna og Manna í skólanum sem endar á opnu húsi þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans geta komið og skoðað afrakstur þemavinnunnar.
30.09.2019

Hönnun og tækni