Fréttir

12.04.2019

Gunnar Helgason rithöfundur heimsækir skólann

Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Barist í Barcelona fyrir nemendur skólans.
05.04.2019

Myndir frá skíðaskóla og útivistardegi

Í marsmánuði fóru yngri nemendur skólans í skíðaskóla í Hlíðarfjalli þar sem kennarar komu sumum frá því að hafa aldrei stigið á skíði yfir í að renna sér óhikað í stærri brekkum og styrktu aðra í að verða enn öruggari til að geta farið yfir í stærri lyftur og enn brattari brekkur. Skíðaskólinn er frábært framtak sem gerir það að verkum að á útivistardegi skólans er góð mæting hjá nemendum og allir nemendur eru sjálfbjarga í lyftum og brekkum.
27.03.2019

Útivistardagur þriðjudaginn 2. apríl

Veðrið hefur nú ítrekað sett strik í reikninginn hvað útivistardag varðar en næsta tilraun til að fara í Hlíðarfjall verður gerð þriðjudaginn 2. apríl.