Fréttir

28.10.2020

Búningadagur í skólanum föstudaginn 30. október

Í tilefni hrekkjavöku verður búningadagur í skólanum föstudaginn 30. október. Við hvetjum alla að mæta í búningi eða furðufötum þennan dag. Hrekkjavaka er hátíðisdagur haldin 31. október, ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á írsku). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðin koma vetursins.
13.10.2020

Vistheimt með skólum tilnefnt til íslensku menntaverðlaunanna 2020

Verkefni Landverndar Vistheimt með skólum er tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Verkefnið er tilnefnt í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Þelamerkurskóli er einn af ellefu þátttakendum í verkefninu á landsvísu. Þátttaka nemenda og starfsfólks skólans felst að því að græða upp gamla malarnámu sem er staðsett norðan við Laugarland.
01.10.2020

Kajakferð í útivistarvali

Í gær fóru nemendur í útivistarvali á kajak á tjörninni á Hjalteyri og skemmtu sér konunglega. Siglt var bæði á eins manns kajak og tveggja manna og voru þeir í boði Jóns Þórs og Ingós/Siggu. Auk þess að njóta þess að róa um tjörnina fóru sumir í kappróður, týndu rusl meðfram bökkunum, stunduðu núvitund út á miðri tjörn og heilsuðu upp á svanapar á vatninu. Góð stund í alla staði :)