Fréttir

16.02.2021

Öskudagsgleði í ÞMS - myndir

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Jónatan Smári sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð.
15.02.2021

Öskudagsgleði í ÞMS þriðjudaginn 16. febrúar

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 16. febrúar. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður frá kl. 12.00 – 12.30 og frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3. Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00. Dagskrá hennar er: Kötturinn sleginn úr tunnunni Tunnukóngur/drottning krýnd/ur Söngvakeppni öskudagsliða Öskudagsball Úrslit úr söngvakeppninni Marsering undir stjórn elsta námshópsins Skólavinir marsera saman Skólarútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.25. ATH: Það verður vetrarleyfi í skólanum 17. - 19. febrúar
09.02.2021

Allir lesa

Hinn mánaðarlegi læsisviðburður okkar í skólanum, Allir lesa, var í dag. Nemendur þekkja Allir lesa vel og kalla eftir því ef þeim finnst tíminn fram að næsta Allir lesa of lengi að líða. Nemendur dreifa sér um skólann með lesefni í hönd og á hverju svæði er fullorðinn lestrarfyrirmynd.
09.02.2021

Orð vikunnar

18.12.2020

GLEÐILEG JÓL