Fréttir

17.09.2019

Veiðiferð í Hörgá

Nemendur í 8.-10. bekk áttu magnaðan dag við Hörgá sl. fimmtudag þar sem þeir ásamt sérlegum aðstoðarmönnum renndu fyrir fisk. Reyndar náðust ekki margir á land, en útivistin var vel þess virði, rjómablíða og huggulegheit. Smellið á fréttina til að sjá myndir.
16.09.2019

Norræna skólahlaupið 9. sept.

Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu. Að þessu sinni fór hlaupið fram í Hálsaskógi.  Veðrið var milt en svolítil súld. Eftir hlaupið var farið með nemendur aftur í skólann og allir gátu farið í sund, heitan pott...
27.08.2019

Útivistardagur á morgun, miðvikudaginn

Við minnum alla á að koma klædda eftir veðri til að þeir njóti útivistarinnar sem best. Hjól þurfa að vera í góðu standi og allir passa uppá að búa sig eins og hæfir þeirri ferð sem þeir fara í. Nestisboxin þurfa að vera rúmgóð til að geta hýst allt góða nestið sem er í boði, vatnsbrúsi er nauðsynlegur og síðast en ekki síst getur góða skapið og brosið gert góðan dag enn betri.