Lið Þelamerkurskóla stóð sig frábærlega í Skólahreysti og lenti liðið í 6. sæti í 2. riðli en samkeppnin var afar hörð. Tanja Björt gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í hreystigreip í riðlinum. Græna stuðningslið Þelamerkurskóla stóð sig einnig gríðarlega vel á kantinum og þökkum við fyrir góða mætingu og mikla stemningu. Á sama tíma óskum við Láru, Jósef, Hector og Tönju innilega til hamingju með árangurinn. Það krefst hugrekkis að standa frammi fyrir miklum fjölda áhorfenda og taka þátt í keppni sem þessari. Hérna eru nokkrar myndir.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |