Þelamerkurskóli auglýsir eftir matráði í fullt starf

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða matráðs í mötuneyti skólans. Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi skólans sem sér um máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem og sveitarskrifstofu. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Í skólanum eru rúmlega 70 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi á næstu árum. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika alls starfsfólks.

Helstu verkefni

  • Umsjón með mötuneyti skólans í samráði við skólastjórnendur

  • Umsjón með innkaupum og gerð matseðla

  • Dagleg matargerð sem tekur mið af viðmiðum embættis landlæknis um heilsueflandi skóla

  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk skólans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám í matartækni og/eða matreiðslu er mikill kostur

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

  • Lipurð í samskiptum við börn og fullorðna og sveigjanleiki í starfi.

  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.


Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við skólann. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2022. Umsóknarfrestur er t.o.m. 8. júní 2022. Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra ragnheidurlilja@thelamork.is  Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is/  Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri, ragnheidurlilja@thelamork.is og í síma 460-1770/866-4085.