Þroskaþjálfi við Þelamerkurskóla - auglýsing

Þelamerkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 70-100% starf í stoðteymi skólans. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er  heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.

Helstu verkefni

  • Annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu innan skólans sem utan.
  • Vinna með kennurum að gerð einstaklingsnámskráa og námsumhverfis sem hæfa ólíkum þörfum nemenda.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf og starfsréttindi sem þroskaþjálfi.
  • Áhugi á skólastarfi og vinnu með börnum og unglingum.
  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Áhugi á að ná fram því besta úr hverjum nemanda.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og framkomu.


Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2023. Umsóknarfrestur er t.o.m. 21. júní 2023. Óskað verður eftir meðmælum. Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra ragnheidurlilja@thelamork.is  Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is/  Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri, ragnheidurlilja@thelamork.is og í síma 460-1770/866-4085.