Fréttir

Pennavinasamstarf við nemendur í Póllandi

Vorið 2019 komu kennarar frá Póllandi í heimsókn í Þelamerkurskóla í tengslum við Erasmusverkefni. Einn kennaranna kom með bunka af bréfum frá nemendum sínum í Póllandi en bréfin eru skrifuð á ensku og eru hluti af enskunámi barnanna. Nemendur í árgangi 2008 hér í Þelamerkurskóla tóku við bréfunum og hafa nú skrifast á við nemendur Przedszkolny í tvö ár, auk þess sem nemendur í 8. bekk eru komnir með pennavini og nokkrir yngri nemendur líka. Nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur um hvað þeir skrifa en kennarinn kemur líka alltaf með eitt viðfangsefni sem á að skrifa um, til dæmis páskar og jólahald. Núna eru nemendur að skrifa um eldgosið á Reykjanesi. Á tenglinum hér fyrir neðan má sjá myndir af bréfum sem hafa farið á milli skólanna og myndir af verkefni sem nemendur í Póllandi unnu um Ísland og meðal annars eldvirkni, í desember 2019.
Lesa meira

Lausar stöður við Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli auglýsir laust starf aðstoðarskólastjóra sem og hálfa stöðu kennara í hönnun og smíði með tengingu við nýsköpun og tækni. Smellið á frétt til að sjá auglýsingarnar.
Lesa meira

GLEÐILEGA PÁSKA

Þelamerkurskóli óskar öllum nemendum, foreldrum og starfsfólki gleðilegra páska. Njótum samveru með innsta hring, förum varlega og pössum upp á sóttvarnir.
Lesa meira

Þelamerkurskóli lokaður frá og með deginum í dag og fram yfir páska

Skjótt skipast veður í lofti og við erum enn og aftur minnt rækilega á æðruleysið góða. Eins og flestir hafa eflaust séð í fjölmiðlum nú þegar, verður skólinn, sem og allir grunnskólar landsins, lokaður frá og með deginum í dag. Nemendur eru því allir komnir í páskafrí.
Lesa meira

Þriðjudagur 23. mars - Fjallið lokað

Æðruleysið heldur áfram að vera okkar helsta dyggð í skólastarfinu og nú hafa borist þær fréttir úr Hlíðarfjalli að þar verði ekki opnað fyrr en seinnipartinn í dag. Það verður því hvorki skíðaskóli né útivistardagur í dag. Við höldum áfram í bjartsýnina og stefnum á skíðaskóla og útivistardag í vikunni eftir páskafrí.
Lesa meira

Mánudagur 22. mars - Hlíðarfjall lokað

Óheppnin heldur áfram að elta okkur og Hlíðarfjall er lokað í dag. Á morgun er fyrirhugaður útivistardagur fyrir allan skólann og sú fjallaferð hefst á skíðaskóla hjá 1.-4. bekk.
Lesa meira

Enginn skíðaskóli í dag og frestun á útivistardegi

Fjallið er lokað enn sem komið er í dag vegna vinds og því verður ENGINN SKÍÐASKÓLI hjá 1.-4. bekk í dag. Á morgun og á fimmtudag er mikil vindaspá í fjallinu og því hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar: Skíðaskóli sem átti að vera í dag FÆRIST TIL NK. MÁNUDAGS. Útivistardagur sem átti að vera á morgun FÆRIST TIL NK. ÞRIÐJUDAGS.
Lesa meira

Enginn skíðaskóli í dag, fimmtudag, vegna veðurs

Annar dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við stefnum ótrauð á að komast í skíðaskólann á mánudaginn.
Lesa meira

Færð að morgni fimmtudags 11. mars

Þegar við héldum að vorið væri að koma ákvað veturinn að minna á sig. Staðan núna um 7 leytið er eftirfarandi: Bárulundur - Gilsbakki - Möðruvellir - Fornhagi - Þelamerkurskóli (græn leið) - Verið er að moka Dalvíkurveginn en það mun taka töluverðan tíma. Skólabíl mun af þeim sökum seinka nokkuð og stefnt er að því að hann leggi af stað klukkan 9.00. Ef seinkunin verður meiri en það, mun bílstjóri láta foreldra vita. Engimýri - Myrkárbakki - Langahlíð - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) (blá leið) - Betra veður í Öxnadal og Siggi fer af stað á réttum tíma. Hann verður í sambandi við sitt fólk ef einhver seinkun verður. Lónsbakki - Pétursborg - Eyrarvík - Moldhaugar - Þelamerkurskóli (gul leið) -- Heldur áætlun. Óvíst er með færð í Skottinu en ef bílstjóri sér fram á seinkun eða ófærð þar, mun hann hafa samband við foreldra.
Lesa meira

Enginn skíðaskóli í dag vegna veðurs

Fyrsti dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við vonum það besta á morgun.
Lesa meira