Fréttir

20.05.2024

Starfsmaður í skóla/skólaliði við Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf. Starfið felur í sér að hafa umsjón með og styðja við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess að halda skólahúsnæðinu hreinu. Jafnframt getur til fallið önnur gæsla og tilfallandi stuðningur eftir þörfum Í Þelamerkurskóla eru tæplega 100 nemendur. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika og þátttöku alls starfsfólks.
17.05.2024

Umhverfisdagurinn 17.05.24

Umhverfisdagur skólans var haldinn í dag. Hefðbundin stundatafla var brotin upp og allt starfsfólk og nemendur gengu í hin ýmsu vorverk.
10.05.2024

Fréttir af umhverfisnefnd

Verkefni umhverfisnefndar eru mörg og fjölbreytt. Nemendur hafa sinnt hænunum, moltu skólans, unnið verkefni og sótt landshlutafund grænfánans.
23.04.2024

Gaman í frímó